All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Fjöldi kórónaveirutengdra dauðsfalla í heiminum hefur því miður farið yfir 400.000 markið og heldur áfram að rísa, þó hraðar á sumum svæðum en öðrum. Kostnaðurinn og áhættan sem tengist COVID-19 eru raunveruleg og krefjast alþjóðlegra aðgerða og samstöðu.
Til að stöðva útbreiðslu veirunnar var komið á ströngum útgöngutakmörkunum í mörgum löndum, þ.m.t. næstum öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sumum löndum hefur tekist að minnka hraða útbreiðslunnar og eru að byrja varfærnislega enduropnun. Eftir þessa fyrstu mánuði þar sem áherslan hefur verið á bráð heilsufarsleg áhrif og lausnir, þá hefur það einnig orðið alveg ljóst að efnahagsleg áhrif farsóttarinnar eru gífurleg og finna mun fyrir þeim á komandi árum. Ríkisstjórnir eru að beina ríkisútgjöldum í farvegi til að milda verstu höggin og efla efnahagslífið. Verður þetta fjármagn notað til að fara tilbaka til heimsins eins og hann var fyrir kórónaveiruna eða á að byggja upp sjálfbæran og réttlátan heim?
Evrópa hefur gert val sitt skýrt: Græn, stafræn og varanleg Evrópa. Í Grænni efnahagsstefnu Evrópu, hafði Evrópuráðið þegar lagt til metnaðarfulla og réttláta umbreytingu í átt að langtíma sjálfbærni, og setur umhverfi og loftslagsmál sem miðpunkt hennar. Meiriháttar stefnupakkar, að meðtöldum hinum nýlega kynntu Líffjölbreytni og Býli til gaffals áætlanir, hafa verið settir fram til að útfæra þessa sýn.
Evrópa hefur gert val sitt skýrt: Græn, stafræn og varanleg Evrópa
Þessi forgangsröðun endurspeglast einnig greinilega í fjárlagatillögu ESB til margra ára upp á 1,1 billjón evra fyrir 2021-2027. Sem hluti af endurreisnaráætlun eftir þetta efnahagsáfall hefur nýr fjármálagerningur kallaður „Næstu kynslóðar ESB“, að upphæð 750 milljörðum evra, nýlega verið kynntur af Evrópuráðinu. Innrammað í vel skilgreinda stefnumörkun getur þetta fjármagn hjálpað Evrópu að umbreyta efnahag sínum á sama tíma og náð er kolefnishlutleysi og sjálfbærni og tekið er á félagslegum ójöfnuði.
Í gegnum umbreytingatímabilið mun þekking gegna lykilhlutverki í að tryggja að þessu fjármagni sé úthlutað til samræmdra aðgerða sem miða að þessari sameiginlegu sýn.
Alþjóðasamfélagið mun þurfa ár, ef ekki áratugi, til að sjá og meta öll áhrif þessa áfalls, frá lýðfræðilegum breytingum og ójöfnuði til auðlindanotkunar og þróunar mengandi útblásturs. Hins vegar eru þegar nokkrar vísbendingar um hvernig takmarkanir vegna kórónaveirunnar gætu verið að hafa áhrif á umhverfið bæði til skamms og langs tíma litið.
Ein af fyrstu mælanlegu afleiðingum takmarkana vegna kórónaveirunnar hafa verið sýnilega bætt loftgæði. Með minni umferð á vegum hefur í mörgum evrópskum borgum, þar sem verið hafa útgöngutakmarkanir, orðið vart við minna magn af nokkrum helstu mengunarvöldum í andrúmslofti. Til að öðlast skilning á því hversu mikið loftgæði hafa batnað hefur EEA verið að vakta vikulegt meðalmagn köfnunarefnistvíoxíðs og í sumum borgum var magnið meira en 50% lægra en í sömu viku árið 2019. Við getum einnig búist við minnkun í hljóðmengun frá vegasamgöngum. Hinsvegar, eftir því sem efnahagslífið nær sér á strik er líklegt að þessi jákvæðu áhrif muni ganga tilbaka.
Minni umsvif í efnahagslífinu eru einnig líkleg til að leiða til minni útblásturs gróðurhúsalofttegunda á árinu 2020. Heildarmat byggt á traustum upplýsingum verður tiltækt á seinni hluta ársins 2021. Eins og með loftgæði mun áhrifamikil lækkun í útblæstri vissulega ganga fljótt tilbaka þegar efnahagslífið kemst á bataveg.
Um allan heim hafa heyrst fregnir af því að villt dýr hafi náð sér eitthvað á strik meðan minni truflanir voru vegna athafna manna, eða af meira einnota plasti sem endar í umhverfinu. Rannsóknaraðilar og yfirvöld um alla Evrópu eru að þróa frumkvæði til að auðkenna og sannreyna þessa leitni.
Til að tryggja að við höldum áfram á braut okkar í átt að kolefnishlutlausri og sjálfbærri álfu og plánetu, munum við deila vaxandi þekkingu innan EEA og samstarfsaðila okkar, og auðvelda upplýsta umræðu á nýju miðstöðinni okkar: Plánetan eftir kórónaveiruna.
Við erum að ganga í gegnum erfitt tímabil. Allt í kringum okkur hefur breyst á fordæmalausum hraða á stuttum tíma: Félagsleg samskipti, vinna, menntun, orlof, atvinnutækifæri og stafrænar tengingar. Framtíðin er einnig full af margskonar óvissu. En á þessum krefjandi tímum ættum við aldrei að gleyma áhrifamiklum styrk, þrautseigju og samstöðu sem við höfum sýnt sem einstaklingar, fjölskyldur og sem hluti af alþjóðasamfélaginu. Saman getum við verið virk, skapandi, aðlagast og farið fram á við. Við þurfum að gera það á sjálfbæran hátt.
Hans Bruyninckx
Framkvæmdastjóri EEA
Ritstjórnargrein sem birtist í júníútgáfu Fréttablaðs EEA 02/2020
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/saman-getum-vid-farid-fram or scan the QR code.
PDF generated on 30 Dec 2024, 06:56 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum