All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Út frá vísindalegu sjónarmiði þá snúast loftslagsbreytingar í grundvallaratriðum um magn gróðurhúsalofttegunda, aðallega koltvísýring, sem losaður er út í andrúmsloftið og fjarlægður er þaðan. Frá tímum iðnbyltingarinnar hefur efnahagsstarfsemi leitt til losunar gróðurhúsalofttegunda í síauknu mæli sem er miklu meira en það magn sem hægt er að fanga gegnum hringrás kolefnasambanda í náttúrunni. Þetta hefur í för með sér aukningu á samþjöppun kolefnis í andrúmsloftinu, sem aftur á móti skapar gróðurhúsaáhrifin og heldur eftir stærri hluta þeirrar sólarorku sem jörðin tekur við.
Jarðfjarkönnunarkerfi vakta samsöfnun kolefnis og fylgjast með langtímaþróun. Niðurstöður eru skýrar: þrátt fyrir árstíðabundinn mismun, þá er fjöldi „milljónarhluta“ (ppm) koltvísýrings kominn yfir 400 ppm þröskuldinn á árinu 2016 og fer áfram vaxandi. Vísindin segja okkur þess vegna að til þess að draga úr loftslagsbreytingum, þá þurfum við að lækka verulega magn gróðurhúsalofttegunda sem losna, og ef mögulegt er, að auka magnið sem fangað er.
Nákvæm skoðun á atvinnustarfsemi sem losar gróðurhúsalofttegundir gefur frekar margslungna mynd. Reyndar er hægt að ákvarða nánar lykilstarfsemi sem er ábyrg fyrir meginhluta losunar. Með því að brenna jarðefnaeldsneyti og með því að breyta því hvernig við notum land (t.d. ruðningur skóglendis fyrir nautgriparækt), losum við kolefni sem fangað hafði verið og haldið hefur verið utan hringrásar kolefnasambanda um aldir eða milljónir ára. Síður tvær aldir hefur jarðefnaeldsneyti eins og kol, olía og jarðgas, skaffað þá orku sem við þurftum á að halda fyrir heimili okkar og efnahagslíf — atvinnuvegi, landbúnað, samgöngur o.s.frv. Samfélög okkar þurfa á orku að halda, en er hægt að mæta þessari þörf með endurnýjanlegum uppsprettum í stað jarðefnaeldsneytis?
Annað stig margbreytileika tengist hnattrænu eðli loftslagsbreytinga. Þegar búið er að losa koltvísýringinn út í andrúmsloftið er hann orðinn að hnattrænu vandamáli, án tillits til þess hvaða land og hvaða atvinnugrein það er sem losar hann. Þegar hins vegar kemur að því að draga úr losun þá reiðum við okkur nánast alfarið á stjórnmálalega stjórnunarhætti. Hnattræn viðleitni samanstendur af landsbundnum skuldbindingum um að takmarka og draga úr losun hjá sér. Til að gert þetta þá þurfa þessir aðilar að vita um uppsprettur losunar hjá sér.
Í Evrópu er magn gróðurhúsalofttegunda sem losað er á hverju ári innan hverrar lykilgreinar atvinnulífsins vandlega vaktað. Á grundvelli gagna sem aðildarríki ESB leggja fram, greinir Umhverfisstofnun Evrópu langtímaþróun og spár í því skyni a meta framfarið í átt að markmiðum þeim sem sett hafa verið fyrir ESB í heild og hvyrir hvert einstakt aðildarríki. Möt sem við gerum á sviði loftslagsáhrifa og veikleika þá sýna möt okkar einnig hvernig mismunandi svæði innan Evrópu hafa þegar orðið fyrir áhrifum af völdum loftslagsbreytinga og við hverju má búast í framtíðinni á grundvelli mismunandi sviðsmynda varðandi losun.
Í því skyni að hlúa að aðgerðum til að draga úr loftslagsbreytingum hafa aðildarríki ESB fallist á nokkur málefni á sviði loftslags- og orkustefnumála og sett fram skýr stefnumið fyrir árin 2020 og 2030. Möt okkar sýna að Evrópusambandið er á áætlun að mæta stefnumiðum fyrir 2020 stefnumiðin, en frekari viðleitni þarf til að ná metnaðarfyllri stefnumiðum fyrir 2030. Lönd, svæði og borgir svo og aðrir gerendur deila einnig með sér upplýsingum um hvernig eigi að aðlagast breyttu loftslagi.
Þessi þekking er ómissandi. Hins vegar þurfum við einnig kerfistengdari skilning til þess að geta sett fram og útfært árangursríkar aðgerðir. Til dæmis þá er það spurning hvort flutningsgeirinn, sem var ábyrgur fyrir meira en 20% losunar gróðurhúsalofttegunda innan ESB árið 2016, geti skorið niður þörf sína varðandi bensín og díselolíu, og skipt yfir í hreina raforku? Getur Evrópa framleitt þessa aukaorku án þess að álag á umhverfið aukist. Hvernig getur skipulag þéttbýlis tekið á orkuþörf og færanleikaþörf, og dregið úr tjóni af völdum loftslagstengdum hamförum samtímis því að bætt er úr loftgæðum þéttbýlisstaða?
Þessar spurningar útheimta kerfistengda þekkingu á tengslum milli samfélagslegrar, umhverfislegrar og efnahagslegrar langtímaþróunar. Væntanlegar stefnuaðgerðir kunna einnig að þurfa að staðfest svæðisbundnar og borgartengdar þarfir. Til að mynda hvernig geta borgir aukið orkunýtni núverandi byggingarmannvirkja — sem kunna jafnvel að ná til einhverra bygginga sem reistar voru síðla á 19du öld?
Markmið okkar er að Umhverfisstofnun Evrópu eigi að láta í té þekkingu sem er aðgengileg og málinu viðkomandi til þess að aðstoða stefnumótendur og almenning við að bregðast við gagnvart tímanlegum og öflugum upplýsingum sem eru málinu viðkomandi. Þetta merkir að þekkingarþarfir okkar þurfa að vaxa þannig að þær víkki og dýpki, og þróist stöðugt til að tekið sé með í reikninginn hið kerfistengda og margbreytta eðli þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir. Að því er varðar loftslagsbreytingar þá erum við að vinna að því að koma upp framtíðar þekkingarvettvangi til að styðja við orku og loftslagsmarkmið ESB 2030 með því að tengja betur núverandi þekkingu, ekki aðeins varðandi loftslag og orku, heldur einnig varðandi önnur svið eins og landbúnað og loftgæði.
Í rauninni þá mun árangur velta jafnmikið á upplýstum ákvörðunum varðandi stefnumið eins og á hinum hnattræna vilja til að stöðva endanlega hæði okkar á notkun jarðefnaeldsneytis. Parísarsáttmálinn markaði tímamót í því að efla hnattræna skuldbindingu um að takast á við loftslagsbreytingar, með því að færa saman, ríkisstjórnir, fyrirtæki og borgaralegt samfélag. Nú er eftir að framkvæma sáttmálann af hálfu allra þeirra landa sem undirrituðu hann. Í þessu samhengi þá ætti væntanleg loftslagsráðstefna (COP24) í Katowice í Póllandi að þoka framkvæmdaviðleitni með því að fllast sameiginlegt regluverk.
Hans Bruyninckx
Forstjóri EEA
Þessi ritstjórnargrein er gefin út í september útgáfu 2018 Fréttablaðs EEA (EEA Newsletter) 03/2018
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/skilningur-a-margbreytileika-loftslagsbreytinga-og or scan the QR code.
PDF generated on 13 Jan 2025, 05:32 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum