næsta
fyrri
atriði

Landnotkun

Breyta tungumáli
Page Síðast breytt 23 Nov 2020
1 min read
Topics:
Evrópa er ein ákafast nýtta heimsálfa heims þar sem hæst hlutfall lands (allt að 80%) er nýtt undir byggð, framleiðslukerfi (þ.m.t. landbúnað og skógrækt) og grunnvirki. Oft koma upp árekstrar vegna landnotkunarkrafna sem stangast á og kalla á ákvarðanir sem fela í sér harkalegar málamiðlanir. Það eru nokkrir mikilvægir drifhvatar landnotkunar í Evrópu: vaxandi eftirspurn eftir lífsrými á mann og tengslin milli atvinnustarfsemi, meiri hreyfanleika og vaxtar samgöngugrunnvirkja hafa yfirleitt í för með sér aukna landnotkun. Land er endanleg auðlind: hvernig það er notað er ein af helstu ástæðum umhverfisbreytinga og það hefur veruleg áhrif á lífsgæði og vistkerfi sem og stjórnun grunnvirkja.

Evrópa er samsett úr alls konar landslagi sem endurspeglar þróunarmynstur breytinga sem hafa orðið á landnotkun í gegnum tíðina. Landslag okkar og umhverfi er áfram undirorpið breytingum í dag sem skilja oft eftir sig stór og oft óafturkræf landnotkunarfótspor. Spenna er vaxandi nánast alls staðar þar sem þörf samfélagsins fyrir bæði auðlindir og rými rekst á við getu landsins til að styðja þessar þarfir og taka við úrganginum. Ástand mála leiðir til ofnýtingar og vaxandi niðurbrots landslags, vistkerfa og umhverfisins. Það krefst langtímasjónarhorns á stjórnun.

Permalinks

Geographic coverage

Topics

Skjalaaðgerðir