næsta
fyrri
atriði

News

Nú er tími til að flýta fyrir umskiptum yfir í hringrásarkerfi í Evrópu

Breyta tungumáli
News Útgefið 10 Apr 2024 Síðast breytt 25 Apr 2024
4 min read
Photo: © Massimo Campioli, ZeroWaste PIX/EEA
Þrátt fyrir framfarir í lagasetningu á síðustu fimm árum, mun vera þörf á djarfari aðgerðum og strangari beitingu gildandi reglna til að breyta hagkerfi Evrópu, sem nú er að mestu línulagað og miðar að því að „henda“, yfir í hringlaga hagkerfi. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) hefur gefið út stöðumat á hringrásarhagkerfinu, þar sem fram kemur að afgerandi aðgerðir séu nauðsynlegar til að draga verulega úr úrgangi, forgangsraða minni auðlindanotkuna, auka endurvinnsluhlutfall og auka innleiðingu á vörum sem eru hannaðar fyrir hringrásarhagkerfi.

Stefnur Evrópusambandsins um hringrásarhagkerfi hafa verið efldar á undanförnum árum, en þær þurfa samt að verða bindandi og markvissari til að hraða upptöku endurnýtingarhagkerfis í Evrópu. Þetta felur í sér að taka á auðlindanotkun með beinum hætti og stíga út fyrir þá miklu áherslu sem nú er á förgun úrgangs. Ávinningurinn af því að setja framtíðarmarkmið um nýtingu auðlinda eða hugsanlegar leiðir til að flýta fyrir umskiptum yfir í hringlaga líkan er útskýrt í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu „Accelerating circular economy in Europe — state and outlook 2024“ (Hröðun hringrásarhagkerfis í Evrópu — ástand og horfur 2024).

Þróun hringrásarhagkerfis er mikilvægur hluti af viðleitni Evrópusambandsins til að takast á við loftslagsbreytingar, tap á líffræðilegum fjölbreytileika og mengun. Í skýrslu EEA má sjá  alhliða greiningu á því hvernig ESB gengur í umskiptum yfir í hringrásarhagkerfi ásamt stefnumótun sem fæst með Græna samningi ESB og valkostum og horfum til að flýta ferlinu enn frekar.

 

Misjafnar framfarir hingað til

Lönd í Evrópu reyða sig að miklu leiti á náttúruauðlindir til að verða úti um hráefni, mat og eldsneyti en það hefur mikil áhrif á umhverfið og loftslagið. Hins vegar, eftir mikla aukningu á auðlindanotkun í fortíðinni, hefur sú þróun haldist stöðug undanfarin ár, segir í skýrslunni. Vart hefur orðið við hóflega aftengingu auðlindanotkunar innan ESB ríkja frá hagvexti, þar sem heildarnotkun efna minnkar lítillega á meðan verg landsframleiðsla innan ESB hefur aukist. Hins vegar hefur Evrópa á sama tíma orðið háðari alþjóðlegum innflutningi til að útvega mikilvæg hráefni og notkun málmgrýtis og jarðefnaeldsneytis er að aukast þátt fyrir enn flóknari samspils á milli þjóða og ólíkra hagsmuna þeirra.

ESB hefur gert ráðstafanir til að gera ríkjum kleift að skipta yfir í hringrásarhagkerfi sem felur í sér að færast frá núverandi „línulegum“ framleiðslulíkönum og neyslumynstrum. Þessi umbreyting er sett fram í aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi, en aðgerðaáætlunin er einn af lykilþáttum Græna samningsins í Evrópu. Á undanförnum árum hafa orðið jákvæðar framfarir í átt til hringrásar í Evrópu, t.d. aukið hlutfall endurvinnslu og tilkomu samnýtingarhagkerfis og annarra hringlaga viðskiptalíkana.

Með hringrásartíðninni 11,5 % árið 2022 notar Evrópa hærra hlutfall af endurunnum hráefnum en önnur heimssvæði. Hins vegar hafa framfarir innan ESB verið hægar og við erum enn langt frá markmiðinu um að tvöfalda hringrásarhraða sambandsins fyrir 2030.

Með mati á árangri í átt að núverandi hringlaga áætlun kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu að litlar eða miðlungs líkur séu á að markmiðum áætlunarinnar verði náð á næstu árum.

Skýrslan segir hins vegar að margar stefnur hringrásarhagkerfisins eru enn tiltölulega nýjar og sumar hafa ekki enn verið settar upp að fullu á landsvísu. Ennfremur tekur það tíma fyrir áhrif þessara aðgerða að koma fram í formi breyttra viðskiptamódela, neysluþróunar og, að lokum, mynstri auðlindanotkunar. Hins vegar er hægt að gera meira til viðbótar við innleiðingu núverandi stefnu.

 

Framtíðaraðgerðir

Í skýrslunni er einnig fjallað um mögulegar framtíðaraðgerðir, svo sem að setja markmið og stuðla að betri endurvinnslu þar sem efni halda upprunalegu hlutverki og virði sínu sem lengst. Þetta myndi stuðla að sjálfstæði auðlinda innan ESB og draga úr innflutningi þeirra. Auk þess að innleiða meginreglur um visthönnun er einnig mikilvægt að auka hringrás með því að hámarka notkun og líftíma vara með endurnotkun, viðgerðum og endurframleiðslu.

Einnig ætti að huga sérstaklega að hagrænu hráefnaframboði þannig að hvatar og verð á hráefnum taki tillit til umhverfisáhrifa þeirra og þeir eigi greiðari leið til endurinnflutnings í hagkerfið.

Til grundvallar þessara breytinga er þörf á að draga úr vörunotkun frá núverandi ósjálfbærum stigum, en núverandi þróun innan ESB er því miður að færast í gagnstæða átt. Það eru fjölmörg tækifæri fyrir framtíðarstefnu ESB til að vera upplýst með áframhaldandi rannsóknum á eftirspurn neytenda um hvernig á að breyta hegðun neytenda, auk þess að fella inn meginreglur um umskipti í framtíðaraðgerðum.

 

Aðrar helstu niðurstöður

  • Að hámarka verðmæti og virkni núverandi vara krefst miklu meiri notkunar þeirra og aukins líftíma vörunnar.
  • Ólíklegt er að hægt sé að draga verulega úr myndun úrgangs fyrir árið 2030. Endurvinnsluhlufall hefur aukist, en undanfarin ár hefur hlutfallið haldist stöðugt.
  • Stórfelldur árangur hringrásarhagkerfis byggir að miklu leyti á því að skila verulegu magni af endurunnum hráefnum aftur til framleiðslu.
  • Evrópa ein og sér getur ekki dregið úr ósjálfbærri nýtingu auðlinda á heimsvísu og því er nauðsynlegt að setja fram öflugan, alþjóðlegan stefnuramma um nýtingu auðlinda og hringrásarhagkerfi.

Permalinks

Geographic coverage

Temporal coverage

Tags

Skjalaaðgerðir