næsta
fyrri
atriði

Press Release

Nýtt kerfi á netinu til að fylgjast með mengun Notendur geta kannað ósonþéttni hvar sem er í Evrópu

Breyta tungumáli
Press Release Útgefið 18 Jul 2006 Síðast breytt 03 Jun 2016
Óson við jörðu er eitt af verstu umhverfisvandamálum Evrópu. Upplýsingar frá meira en 500 eftirlitsstöðvum fyrir loftgæði berast til EEA í Kaupmannahöfn á klukkustundarfresti og eru birtar á rauntíma (næstum því) á hinum nýja vef.

EEA Fréttatilkynning 

Nýtt kerfi á netinu til að fylgjast með mengun Notendur geta kannað ósonþéttni hvar sem er í Evrópu

Ozone Web er nýr vefur sem tekinn var í notkun hjá Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) í Kaupmannahöfn í dag. Hann veitir fólki í fyrsta skipti færi á að fylgjast með þéttni ósons við jörðu hvar sem er í Evrópu.

Óson við jörðu er eitt af verstu umhverfisvandamálum Evrópu. Upplýsingar frá meira en 500 eftirlitsstöðvum fyrir loftgæði berast til EEA í Kaupmannahöfn á klukkustundarfresti og eru birtar á rauntíma (næstum því) á hinum nýja vef.

Mönnum býðst nú að fylgjast með ástandi lofts á sínum heimaslóðum og hvar sem er í Evrópu. Nóg er að slá inn staðarnafn eða smella á Evrópukortið. Á vefnum eru jafnframt upplýsingar um heilsufarsleg áhrif þess ósons sem fólk býr við á hinum ýmsu stöðum.

“Sem sameiginlegt evrópskt verkefni endurspeglar Ozone Web hið alþjóðlega vandamál sem felst í þessari mengun. Óson sem verður til á einum stað hefur áhrif í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Þessi vefur er er ágætt dæmi um það hvernig ESB getur myndað samband við aðildarríkin til að þjóna þegnum þeirra" sagði prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA.

Þar sem ósonþéttnin er mikil stafar af henni mikil heilsufarsógn því öndunarvegirnir verða fyrir ertingu, öndunin verður erfið og lungnaskemmdir geta orðið eftir nokkrar klukkustundir. Um 30% allra borgarbúa í Evrópu mega lifa við ósonþéttni umfram þau mörk sem ESB setur. Ósonmengun veldur hvorki meira né minna en 20.000 dauðsföllum í Evrópu á ári hverju.

Í heiðhvolfinu – 10 til 50 km fyrir ofan yfirborðið - er óson sem ver lífið á Jörðinni fyrir útfólubláum geislum sólarinnar. En þegar nær dregur yfirborðinu eykst þéttnin vegna umsvifa mannanna og er sumsstaðar mörgum sinnum meiri en náttúrlegt getur talist.

Þar sem þéttni ósons og annarra loftmengandi efna, eins og köfnunarefnisoxíða(NOx) og rykagna, er mikil, getur myndast hættuleg blanda, svok. smog. Hins vegar er ósonþéttnin ekki alltaf mest í miðjum stórborgum þar sem losun efna, sem mynda óson, á sér fyrst og fremst stað. Ástæðan er sú að köfnunarefnisoxíðin frá umferð draga úr ósonmyndun. Ósonið getur borist 400-500 km á dag >með vindum og því kann ósonmengun að eiga sér stað í úthverfum og sveitum, langt frá upprunastaðnum.

“ESB hefur gert ríkjunum skylt að vara borgarana við þegar ósonmagnið fer yfir viss mörk. Ozone Web gerir miklu meira en það, því það gerir fólki kleift að fylgjast með ósonþéttni hvar sem er og hvenær sem er, hvort sem er í grannlandi eða væntanlegum sumardvalarstað, hægt er að sjá hvert þróunin stefnir og fylgjast með dreifingu ósons með vindum hvar sem er í Evrópu,” sagði prófessor McGlade ennfremur.

Til ritstjóra: 

Farið er inn á Ozone Web í gegnum vefsvæði EEA: http://eea.europa.eu/maps/ozone).

Einstök tilfelli mikillar ósonþéttni á árinu 2005:Sumarið 2005 var ósonþéttnin mest dagana 21-24 júní og 14-17 júlí, en þá fór þéttnin yfir sett mörk víða í Evrópu, svo sem í Austurríki, Belgíu, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Ítalíu, Portúgal, Rúmeníu, Slóveníu, Sviss og Þýskalandi.

Um Umhverfisstofnun Evrópu (EEA): EEA hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Það er markmið stofnunarinnar að stuðla að mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum Evrópu með því að koma tímabærum og hnitmiðuðum, viðeigandi og öruggum upplýsingum á framfæri við stefnumótendur og allan almenning.

Frekari upplýsingar:

Mark Grundy
Sími: +45 33 36 72 07
Farsími: +45 23 68 36 75


For public enquiries:

EEA Information Centre

Enquiry form (English)


Permalinks

Skjalaaðgerðir