All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
Greiningar okkar sýna að Evrópustefnur hafa leyst með góðum árangri mörg umhverfisvandamál á umliðnum árum. En þær sýna okkur líka að við höldum áfram að skaða náttúrukerfin sem standa undir hagsæld okkar.
Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA
Þetta eru nokkur af helstu skilaboðum mats Evrópsku umhverfisstofnunarinnar (The European environment – state and outlook 2015’ (SOER 2015), en það er framkvæmt á fimm ára fresti og kemur út í dag. SOER 2015 er samþætt mat á umhverfi Evrópu. Það inniheldur einnig alþjóðlegt, svæðis- og landsbundið mat og upplýsingar svo og samanburð á milli landa.
Í dag búa Evrópubúar við hreinna loft og vatn, minni úrgangur endar í landfyllingum og jarðgæði eru endurunnin í auknum mæli. Hins vegar er Evrópa langt því frá að ná markmiðum góðrar búsetu innan takmarkana plánetunnar fyrir árið 2050 eins og lagt er til í 7. aðgerðaráætluninni í umhverfismálum. Þó að við notum náttúruauðlindir með betri hætti en áður eyðum við enn auðlindagrunninum sem við treystum á í Evrópu og um allan heim. Okkur stendur enn mikil ógn af vandamálum eins og hnignun líffræðilegs fjölbreytileika og loftslagsbreytingum.
Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA, sagði:Greiningar okkar sýna að Evrópustefnur hafa leyst með góðum árangri mörg umhverfisvandamál á umliðnum árum.En þær sýna okkur líka að við höldum áfram að skaða náttúrukerfin sem standa undir hagsæld okkar.Þó að það sé gríðarleg áskorun að lifa innan takmarkana plánetunnar okkar þá er ávinningurinn við að gera slíkt gríðarlegur. Með því að nota getu Evrópu til nýsköpunar að fullu gætum við sannarlega öðlast sjálfbærni og komist í fremstu víglínu vísinda og tækni, skapað nýjar iðngreinar og heilbrigðara samfélag.
SOER 2015 undirstrikar þörfina á metnaðarfyllri stefnumörkun til þess að uppfylla sýn Evrópu 2050. Þar er líka lögð áhersla á nýja nálgun sem bregst við kerfisbundnu eðli margra umhverfisvandamála. Til að mynda getur ytri þrýstingur, þar á meðal alþjóðleg meginþróun, unnið gegn ákveðnum stefnum og staðbundnu starfi á sviði umhverfisstjórnunar. Auk þess tengjast mörg umhverfisvandamál framleiðslu- og neyslukerfum með nánum hætti en þau standa undir störfum og lífsafkomu og breytingar á kerfunum leiða af sér ýmis konar kostnað og ávinning. Auk þess sem úrbætur á skilvirkni verða oft að engu vegna aukinnar neyslu.
Skýrslan kemst að þeirri niðurstöðu að þótt full framkvæmd á núverandi stefnum sé mjög mikilvæg, séu hvorki þær umhverfisstefnur, sem þegar eru til staðar, né efnahagslegar og tæknidrifnar úrbætur á skilvirkni, fullnægjandi til þess að uppfylla sýn Evrópu 2050.
Lausnin á þessum flóknu vandamálum, sem Evrópa stendur frammi fyrir, krefst metnaðarfyllri stefnumörkunar ásamt betri þekkingu og snjallari fjárfestingum sem beint er að því að breyta í grundvallaratriðum helstu kerfum líkt og fæðu-, orku, húsnæðis, flutninga-, fjármála, heilbrigðis- og menntakerfum. Það krefst stefnumótunar og nálgana sem miðast að því að draga úr þrýstingi og forðast hugsanlegan skaða, endurheimta vistkerfi, laga félagshagfræðilegan ójöfnuð og aðlagast hnattrænni þróun, eins og loftslagsbreytingum og gjörnýtingu auðlinda.
Dr. Bruyninckx hélt áfram:Við höfum 35 ár til þess að tryggja að við búum á sjálfbærri plánetu árið 2050. Það kann að virðast langt í framtíðinni, en til þess að ná markmiðum okkar þurfum við að bregðast við núna. Aðgerðir okkar og fjárfestingar þurfa að vera enn metnaðarfyllri og samfelldari. Margar af þeim ákvörðunum, sem teknar eru í dag, ráða úrslitum um hvernig líf okkar verður árið 2050.
Evrópska Umhverfistofnunin er stofnun innan Evrópusambandsins. Hún miðar að því að aðstoða við að ná mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum í Evrópu með því að bjóða tímanlegar, markvissar, viðeigandi og traustar upplýsingar fyrir stefnumarkandi aðila og almenning. Henni til halds og trausts er Evrópska umhverfis- og upplýsinganetið (Eionet), samstarfsnet 39 Evrópulanda.
Evrópskt umhverfi - staða og horfur 2015samanstendur af tveimur skýrslum og 87 samantektum á Netinu. Þær samanstanda afSamrunaskýrslunniog skýrslunniMat á alþjóðlegri meginþróunásamt 11 alþjóðlegum samantektum um meginþróun, 25 evrópskum samantektum, níu samanburðarsamantektum á milli landa, 39 landasamantektum (á grundvelli innlendra skýrsla um stöðu umhverfisins) og þriggja svæðisbundnum samantektum.
SOER 2015:
Fyrir fyrirspurnir fjölmiðla:
Fr. Iben Stanhardt | Hr. Arthur Girling |
---|---|
+45 33 36 7168 |
+45 33 36 7109 |
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/pressroom/newsreleases/umhverfi-evropu-2015-hagsaeld-framtidarinnar or scan the QR code.
PDF generated on 03 Dec 2024, 08:13 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum