All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
Vatn er alls staðar — frá smæstu frumum líkamans yfir í gríðarstór höf — fólk, dýr og plöntur reiða sig á vatn. WaterPIX ljósmyndasamkeppni Umhverfisstofnunar Evrópu vill beina athyglinni að vatni sem lífsnauðsynlegri auðlind fyrir allt líf á jörðinni.
Þú getur tekið mynd af vatni, notkun þess, og hvaða þýðingu það hefur fyrir lífið á margan mismunandi hátt. Virkjaðu sköpunargáfu þína og sendu okkur bestu ljósmyndina þína fyrir 15. ágúst 2018. Þú getur sent inn ljósmyndir í þremur keppnisflokkum:
1. Vatn og við
Við drekkum það, böðum okkur í því og eldum með því. Flóð eða þurrkar geta haft áhrif á heilar borgir. Hvaða þýðingu hefur vatn fyrir þig?
2. Vatn og náttúra
Ár, vötn og höf halda ekki bara uppi lífi á landi heldur eru þau líka heimili margra dýra og plantna. Höf gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðugt loftslag fyrir plánetuna. Geturðu fangað sýnilegan og ósýnilegan ávinning vatns? Er hreint vatn í hættu?
3. Vatn og hagkerfið
Vatn er nauðsynlegt fyrir framleiðslu á mat, rafmagni og mörgum vörum. Ár og höf eru stórar flutningaleiðir, sem tengja saman lönd og menningarheima. Hvaða merkingu hefur vatn fyrir hagkerfi okkar? Hvaða áhrif hefur hagkerfið svo á vatn?
Vinningshafar í hverjum keppniflokki fá peningaverðlaun upp á 1.000 evrur. EEA mun líka gefa sérstök ungmennaverðlaun fyrir bestu myndina frá ungmenni á aldrinum 18-24 ára. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir þá mynd sem vinnur opna netkosningu meðal allra ljósmynda í úrslitum.
Samkeppnin er opin borgurum aðildarríkja EEA og vestur-balkneskra samstarfslanda. Allir þátttakendur verða að vera 18 ára eða eldri. Lestu meira um reglur keppninnar og hvernig þú tekur þátt á samkeppnissíðu WaterPIX.
EEA mun tilkynna um alla sigurvegara í lok október 2018.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/highlights/ljosmyndasamkeppni-sendu-okkur-bestu-vatnamyndirnar-thinar or scan the QR code.
PDF generated on 21 Nov 2024, 08:24 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum